Bílvelta við Núpstað

Bílvelta varð við Lómagnúp laust eftir klukkan eitt í dag. ...
Bílvelta varð við Lómagnúp laust eftir klukkan eitt í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Kort/map.is

Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi velti ökumaður bíl sínum og hafnaði bíllinn utan vegar. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust eftir klukkan eitt og eru á vettvangi ásamt sjúkraflutningamönnum. Ökumaðurinn var einn í bílnum. 

Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún hefur verið afturkölluð. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan ökumannsins. 

 Uppfært klukkan 14:09: 

Meiðsl ökumannsins reyndust mun minni en haldið var í fyrstu. Lögreglan er við vinnu á vettvangi slyssins og umferð er stýrt um aðra krein vegarins og því má búast við smávægilegum töfum. 

Suðurlandsvegi við Lómagnúp hefur verið lokað tímabundið vegna bílveltu. Myndin ...
Suðurlandsvegi við Lómagnúp hefur verið lokað tímabundið vegna bílveltu. Myndin er úr safni. mbl.is/RAX
mbl.is