Bílvelta við Núpstað

Bílvelta varð við Lómagnúp laust eftir klukkan eitt í dag. …
Bílvelta varð við Lómagnúp laust eftir klukkan eitt í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Kort/map.is

Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi velti ökumaður bíl sínum og hafnaði bíllinn utan vegar. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust eftir klukkan eitt og eru á vettvangi ásamt sjúkraflutningamönnum. Ökumaðurinn var einn í bílnum. 

Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún hefur verið afturkölluð. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan ökumannsins. 

 Uppfært klukkan 14:09: 

Meiðsl ökumannsins reyndust mun minni en haldið var í fyrstu. Lögreglan er við vinnu á vettvangi slyssins og umferð er stýrt um aðra krein vegarins og því má búast við smávægilegum töfum. 

Suðurlandsvegi við Lómagnúp hefur verið lokað tímabundið vegna bílveltu. Myndin …
Suðurlandsvegi við Lómagnúp hefur verið lokað tímabundið vegna bílveltu. Myndin er úr safni. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert