Ekki lengur óútskýrður launamismunur

Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt …
Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Ljósmynd/mbl.is

Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Frávik minnka enn frekar milli úttekta, er nú 2%, körlum í hag og hefur þannig minnkað um 2,8% frá því að sveitarfélagið fékk jafnlaunavottun fyrir tveimur árum síðan.“ Segir í tilkynningu. 

„Viðhaldsvottunin [...] leiðir í ljós 1,4% minni frávik en mældist í síðustu úttekt í desember 2018. Í ágúst 2017 var frávikið 4,8%, karlmönnum í hag, í desember 2018 3,4% en mælist nú, eftir að mælingar fóru af stað, í sögulegu lágmarki eða 2%. Jafnframt kemur fram í niðurstöðunum að engan óútskýrðan launamun sé lengur að finna í störfum sveitarfélagsins,“ að því er fram kemur í tilkynningu.  

BSI á Íslandi, faggildir vottunaraðilar gerðu viðhaldsvottunina. 

„Við höfum tekið jafnlaunavinnu okkar mjög alvarlega og afraksturinn hefur ekki látið á sér standa. Óútskýrður launamunur heyrir nú sögunni til og þróun í kynbundnum launamun í þessu langtímaverkefni mjög jákvæð á stuttum tíma,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar í tilkynningu. 

mbl.is