Fjarveran gagnrýnd

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla, m.a. Russia …
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla, m.a. Russia Today, Washington Post og AP. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag.

Vísar hún í máli sínu til þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hún muni fremur sækja norrænt verkalýðsþing en taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem væntanlegur er hingað til lands 4. september. Morgunblaðið setti sig í samband við þingflokksformenn á Alþingi og leitaði viðbragða við þessari ákvörðun forsætisráðherra.

Fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks tóku í svipaðan streng og Hanna Katrín. Þingflokksformaður Miðflokksins segir ákvörðun Katrínar „í besta falli stórundarlega.“ Fulltrúar stjórnarflokka auk Pírata og Flokks fólksins voru á annarri skoðun. Einn þeirra sagðist ekki heldur myndu vilja hitta Pence.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fjarveruna „óvenjulega“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »