Hlaupa fyrir „ofurmennin“

„Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna.

Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar og hlaupa í fjölmennum hlaupahópi sem styrkir SKB og er leiddur af þeim Skoppu og Skrítlu. Það er ekki annað að heyra en að stúlkurnar séu vel undirbúnar en í myndskeiðinu er viðtal við þær.

Hér má styrkja hlaupahópinn en ríflega tvær milljónir hafa safnast til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert