7203 hlupu 10 km

Reykjavíkurmaraþon 2019.
Reykjavíkurmaraþon 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku.

Arnar Pétursson.
Arnar Pétursson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurvegarar í maraþoni voru þau Arnar Pétursson og BarboraNováková frá Tékklandi. Maraþonið var jafnframt Íslandsmeistaramót og voru Arnar Pétursson og Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir hlutskörpust í þeirri keppni.

Barbora Nováková.
Barbora Nováková. Ljósmynd Eva Björk Ægisdóttir

Hlynur Andrésson var fyrsti karl og Alexandra Niels frá Bandaríkjunum fyrsta kona í mark í hálfmaraþoninu og Hlynur Ólason og Katerina Kratochvilova Kriegelova frá Tékklandi í  10 km hlaupinu. Heildarúrslit hlaupsins má finna hér

Alexandra Niels.
Alexandra Niels. Ljósmynd Eva Björk Ægisdóttir

Áheitasöfnun hlaupsins á hlaupastyrkur.is er enn í fullum gangi og verður opin til miðnættis á mánudaginn 26.ágúst. Þegar er búið að slá áheitametið sem sett var í fyrra og eru áheitin komin yfir 160 milljónir.

Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Ljósmynd Eva Björk Ægisdóttir
Katerina Kratochvilova Kriegelova sést hér koma í mark.
Katerina Kratochvilova Kriegelova sést hér koma í mark. Ljósmynd Eva Björk Ægisdóttir
Hlynur Ólason var fyrstur í mark í 10 km hlaupinu.
Hlynur Ólason var fyrstur í mark í 10 km hlaupinu. Ljósmynd Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert