Burðargjald með SMS

Boðið er upp á SMS-frímerki í stað hefðbundinna.
Boðið er upp á SMS-frímerki í stað hefðbundinna. mbl.is/Jim Smart

Pósturinn hefur á undanförnum árum boðið upp á SMS-frímerki þar sem númer er skrifað á umslögin í stað þess að líma á þau frímerki. Hægt er að póstleggja bréfin þannig merkt.

Þó þessi þjónusta sé ekki mikið notuð voru liðlega 13 þúsund burðargjöld greidd með farsímum á síðasta ári.

Sendandi bréfs eða bréfa sendir einfaldlega smáskilaboð í símann 1900 með upplýsingum í tilteknu formi, meðal annars um fjölda SMS-frímerkja sem ætlunin er að kaupa. Kaupandinn fær til baka skilaboð um fimm stafa númer sem hann skrifar í frímerkjahorn umslagsins eða umslaganna og póstleggur svo. Gildir þetta aðeins um venjuleg bréf, innanlands. Verðið er það sama og á hefðbundnum frímerkjum. Andvirðið gjaldfærist á símreikninginn. Númerin eru sannreynd á póstmiðstöð og gengið úr skugga um gildi þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »