Fjármagn í fangelsin

Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni …
Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í vikunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skortur á meðferðarúrræðum og heilbrigðisþjónustu fyrir fanga sem eru langt leiddir af fíknisjúkdómum er „alvarlegt mál og aðkallandi“, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra.

„Við þurfum að draga úr framboði með auknu eftirliti innan fangelsanna en ekki síður að bjóða upp á fullkomna meðferð fyrir þá fjölmörgu skjólstæðinga Fangelsismálastofnunar sem á slíkri heilbrigðisþjónustu þurfa að halda,“ segir Páll í samtali um þessi mál í Morgunblaðinu í dag. Hann bætir við að stjórnvöld geri sér grein fyrir stöðunni og að unnið sé í málunum.

„Það liggur einnig fyrir að aukið eftirlit og meira meðferðarstarf kostar fjármagn sem ekki er til staðar í fangelsiskerfinu,“ segir Páll ennfremur. Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn við opnun klefa á fimmtudagsmorgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi er andlátið ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti.

Tveir fangar hafa nú látið lífið á Litla-Hrauni það sem af er ári en annar maður tók eigið líf fyrr á árinu. Páll segir að Fangelsismálastofnun muni halda áfram að gera allt sem í hennar valdi stendurtil að berjast gegn sjálfsvígum en allt kerfið þurfi að vinna saman í þessu. „Þegar átak er unnið í samfélaginu til þess að fækka sjálfsvígum í hinu frjálsa samfélagi þarf slíkt einnig að ná inn í fangelsin,“ segir Páll Winkel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »