Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð.

Skjálftinn fannst í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

mbl.is