Kæra niðurfellingu máls

Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara.

For­eldr­ar kon­unn­ar segja hana hafa verið í geðrofi vegna neyslu en að lög­regl­an hafi hand­járnað hana og bundið á fót­um. Slíkt eigi ekki að gera við fólk í neyslu, held­ur sprauta niður. Héraðssak­sókn­ari felldi niður málið á hend­ur lög­reglu­mönn­um sem voru til rann­sókn­ar.

Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinafræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þetta kom fram í 
kvöldfréttum Stöðvar 2.

mbl.is