„Minni háttar sem betur fer“

Lítið tjón varð á TF-KFF við atvikið. Myndin er frá …
Lítið tjón varð á TF-KFF við atvikið. Myndin er frá því í júní 2014 þegar hún kom til landsins. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. 

Nemandinn var einn í sólóflugvélinni sem ber ein­kenn­is­staf­ina TF-KFF og var að æfa lendingar. Vélinni hlekkist á með þeim afleiðingum að hún rann út af flugbrautinni og hreyfillinn rakst í jörðina. Gott veður, logn og bjart, var á Flúðum þegar atvikið átti sér stað.  

„Viðbragðsáætlun okkar var virkjuð eins og vera ber í öllum alvarlegum flugatvikum,“ segir Rúnar. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur verið tilkynnt um atvikið. 

Vél­in er af gerðinni Diamond DA20-C1 Eclip­se.

mbl.is