Björguðu ketti ofan af þaki

Samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu sinnti slökkviliðið þremur minni háttar útköllum …
Samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu sinnti slökkviliðið þremur minni háttar útköllum í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus.

Samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu sinnti slökkviliðið þremur minni háttar útköllum í nótt, ásamt hefðbundnum sjúkraflutningum.

Eitt útkall barst vegna kattar sem sat fastur uppi á þaki, annað vegna minni háttar vatnstjóns og það þriðja vegna árekstrar á Lindarbraut á Seltjarnarnesi.

mbl.is