Grandinn hefur öðlast nýtt hlutverk

Húsið var byggt árið 1967 og var vöruskemma á fyrstu …
Húsið var byggt árið 1967 og var vöruskemma á fyrstu árunum. Á allra síðustu árum hefur húsið fengið nýtt hlutverk. Endurbætur hafa verið gerðar fyrir um hálfan milljarð króna. mbl.is/sisi

Bakkaskemma hefur fyllst af iðandi lífi á síðustu árum og tilgangur skemmunnar og ásjón breyst til muna.

Skemman, sem er úti á Granda, er nú heimili sjávarklasans, samfélags 50 framsækinna fyrirtækja sem líta til hafsins í sinni starfsemi, mathallar og veitingastaðarins Bergssonar RE.

Það er þó ekki bara Bakkaskemma sem hefur sprungið út heldur nánast Grandinn í heild sinni. Í húsum sem áður voru að mestu nýtt í tengslum við fiskvinnslu er nú að finna veitingastaði, ísbúð, fatahönnuði, gleraugnabúð, kökubúð og kjötbúð. Sífellt bætast við ný tækifæri á Grandanum en verið er að innrétta nýjan veitingastað þar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í  dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert