Sex ára dómnum áfrýjað

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sex ára fangelsisdómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Hafsteini Oddssyni fyrir stórfellda líkamsárás í Vestmannaeyjum í september 2016 hefur verið áfrýjað.

Þetta staðfestir Lúðvík Bergvinsson, skipaður verjandi Hafsteins, í samtali við mbl.is. Lúðvík segir aðspurður að tekin hafi verið ákvörðun um áfrýjun strax í kjölfar þess að dómurinn var kveðinn upp í lok júlí.

Hafsteinn var dæmdur fyrir að hafa ráðist á konu fyrir utan skemmtistaðinn Lundann í Vestmannaeyjum, sparkað í hana og kýlt hana. Þá afklæddi hann hana enn fremur samkvæmt dómsorði. Dómnum hefur sem fyrr segir verið áfrýjað til Landsréttar.

mbl.is