Kalla eftir framtíðarsýn

Íris Róbertsdóttir.
Íris Róbertsdóttir. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Við erum ekki sátt við ástandið eins og það er og höfum kallað eftir framtíðarsýn varðandi sjúkrahúsið í Eyjum. Við viljum breytingar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Frétt Morgunblaðsins af fyrsta barni ársins í Eyjum vakti athygli síðastliðinn laugardag. Ástæðan var fyrst og fremst sú hversu langt er liðið á árið. „Eins ánægjulegt og það er að Halla og Kalli hafi eignast þetta yndislega stúlkubarn hér í Eyjum þá segir það sig sjálft að það á ekki að vera frétt af fyrsta barni ársins í lok ágúst. Börn eiga fæðast hér allt árið eins og áður var,“ segir Íris.

Fæðingum hefur fækkað síðustu ár í Vestmannaeyjum. Skurðstofu sjúkrahússins var lokað árið 2013 en á þeim tíma var sjúkraflugvél staðsett í Eyjum svo hægt var að bregðast við ef eitthvað kom upp á. Sjúkraflugið var síðar flutt til Akureyrar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert