Sandgerðisdagar að hefjast

Sandgerði.
Sandgerði. Mbl.is/Reynir Sveinsson

Bæjarhátíðin Sandgerðisdagar hófst í gær og stendur til 31. ágúst. Yfirskriftin er: Sameinuð stöndum við! Íbúar í Suðurnesjabæ eru hvattir til að eiga saman skemmtilega viku með góðum gestum.

Hátíðin er haldin árlega og verður að mestu með hefðbundnum hætti. Hægt er að finna dagskrána á síðunni sudurnesjabaer.is.

Íbúar munu skreyta bæinn í öllum regnbogans litum og alla vikuna verða ýmsar sýningar og söfn opin. Einnig verða sérstakir viðburðir á hverjum degi. Í kvöld verður t.d. pottakvöld kvenna í sundlauginni í Sandgerði og annað kvöld verður hátíðardagskrá í Sandgerðiskirkju með fjölbreyttri tónlistardagskrá. Á fimmtudagskvöld verður Loddugangan og á föstudag verður formleg setning Sandgerðisdaga, sagna- og söngvakvöld, saltfiskveisla og loks stórdansleikur í samkomuhúsinu.

Á laugardag verður t.d. golfmót á Kirkjubólsvelli, dorgveiði við höfnina og sýningar og skemmtanir á hátíðarsviðinu. Þar munu m.a. Emmsjé Gauti, Aron Can, Keli o.fl., Auður – Dj og Bjartar sveiflur skemmta um kvöldið. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert