Senda börnin ekki í skólann

Varmárskóli í Mosfellsbæ.
Varmárskóli í Mosfellsbæ. mbl.is/Eyþór Árnason

Nokkrir foreldrar barna í Varmárskóla hafa haldið börnum sínum heima og ekki sent þau í skólann. Ástæðan er sú að óvíst er að skólahúsnæðið sé hæft til notkunar fyrir nemendur og starfsfólk, að því er segir í tilkynningu frá Foreldrafélagi Varmárskóla. Loftgæði eru talin slæm því framkvæmdir standa enn yfir og einnig eru enn rakaskemmdir í nokkrum rýmum.

Foreldrar barna sem hafa sýnt einkenni vegna rakaskemmda eru uggandi að senda börnin í skólann á meðan framkvæmdum er ekki lokið. Í júní hófust endurbætur og viðhald á húsnæði skólans en þeim er ekki lokið. Þær standa enn yfir í húsnæði meðal annars þar sem kennsla yngri deildarinnar fer fram. Stjórn félagsins bendir á að hægt hefði verið að gera ráðstafanir. 

„Heilmikið hefur verið gert og það gert vel en framkvæmdir standa enn yfir. Unnið er með sterk efni og því er ekki gott loft á því svæði. Einnig eru rakaskemmdir enn á nokkrum stöðum,“ segir Elfa Huld Haraldsdóttir, formaður Foreldrafélags Varmárskóla.

Stjórn foreldrafélagsins hefur tvívegis óskað eftir upplýsingafundi í upphafi skólaárs  Ekki er búið að tímasetja þann fund sem á að vera einhvern tíma í september, að sögn Elfu. Tveir fundir voru haldnir með foreldrum í sumar þegar framkvæmdir hófust. 

Verk­fræðistof­an Efla gerði sjón­ræna skoðun og raka­mæl­ingu á skól­an­um fyrst í júní árið 2017Þar kem­ur fram að tals­vert er um raka­skemmd­ir í skól­an­um.

Öllum námsgögnum sem geymd voru í bókageymslu í kjallara yngri deildar hefur verið fargað. Í einni stofu voru bólstraðir stóla með svampi í setu og var þeim jafnframt fargað. Skólahúsnæðið var þrifið eftir framkvæmdir, að því er fram kemur í frétt á vef Mosfellsbæjar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert