Öfluga reynslu þarf í dómsmálaráðuneytið

Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir (t.v.) tekur við lyklum að dómsmálaráðuneytinu …
Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir (t.v.) tekur við lyklum að dómsmálaráðuneytinu úr hendi Sigríðar Á. Andersen. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það sem menn hljóta að vilja nú er sæmilega stabíll og traustur ráðherra með öfluga reynslu að baki, einhver sem er ekki nýgræðingur í málaflokknum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Vísar hann í máli sínu til tíðra ráðherraskipta og uppstokkunar á ráðuneyti dómsmála, en frá árinu 2009 og fram til dagsins í dag hafa sjö ráðherrar starfað þar.

Er nú áttundi ráðherrann væntanlegur á þessu ári og er talið líklegt að hann verði kynntur til sögunnar áður en þing hefst í september. Þá hefur ráðuneytinu tvisvar sinnum verið skipt upp á þessu sama tímabili.

„Allar hræringarnar með ráðuneytið kalla á sterka forystu,“ segir Gunnar Helgi enn fremur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert