„Spirit of Mississippi“ á Íslandi

Sprengjuflugvél af gerðinni B-2 á Keflavíkurflugvelli í dag.
Sprengjuflugvél af gerðinni B-2 á Keflavíkurflugvelli í dag. Ljósmynd/Eggert Norðdahl

Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 13:00 í dag og fór af landi brott um tveimur tímum síðar eftir að hafa tekið eldsneyti hér.

Bandaríski flugherinn er með 20 slíkar flugvélar í notkun en þær voru hannaðar á árum kalda stríðsins til þess að bera kjarorkuvopn og með það fyrir augum að sjást ekki á ratsjám.

Flugvélin sem lenti á Keflavíkurflugvelli nefnist „Spirit of Mississippi“.

Ljósmynd/Eggert Norðdahl
mbl.is