Stefnir í alvöruaðgerðir

Loftslagshópur Landverndar segir allt stefna í aktívisma og alvöruaðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn ætlar að funda á hverjum þriðjudegi til að koma hreyfingu á málin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum.

„Það þarf mun meira fjármagn í málaflokkinn frá stjórnvöldum og fókus atvinnulífsins á að vera þar. Sem dæmi um ranga forgangsröðun er sennilega meira fjármagn í að byggja upp Leifsstöð til að geta tekið við 45% fleiri farþegum á næstu árum heldur en fer í að gera Ísland grænna og losa sig við jarðefnaeldsneyti. 

Þetta einfaldlega gengur ekki lengur og er aðeins eitt dæmið af mörgum. Hópurinn kallar eftir fleira fólki sem vill fara í alvöruaktívisma og aðgerðir t.d. í tengslum við fjárfestingar hins opinbera, fjárlög og mun hraðari orkuskipti í vegasamgöngum. Í raun og veru þarf hugarfarsbreytingu hjá okkur öllum, en stjórnvöld þurfa að vera leiðandi í þeim breytingum en ekki að standa í vegi fyrir þeirri þróun sem er nauðsynleg,“ segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert