Undanþágur of víðtækar

Fyrirheit voru gefin við gerð samninganna í vor um að …
Fyrirheit voru gefin við gerð samninganna í vor um að stíga skref til afnáms verðtryggingar. mbl.is/​Hari

Alþýðusambandið er ósátt við frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra um skref til afnáms verðtryggingar. Það er á meðal þeirra frumvarpa sem stjórnvöld lofuðu í tengslum við gerð lífskjarasamningsins í apríl sl. til að greiða fyrir samkomulagi á vinnumarkaði.

Telur ASÍ loforð stjórnvalda ekki uppfyllt að óbreyttu í nýbirtri umsögn. Undanþágur frá banni séu allt of víðtækar.

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Gert er ráð fyrir ýmsum undanþágum frá banninu við verðtryggingu til lengri tíma. Þær ganga m.a. út á að lántakar sem eru yngri en 35 ára geti áfram tekið verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára, 35 til 39 ára geti tekið lán til 35 ára og 40 til 44 ára geti fengið verðtryggð lán til 30 ára. Einnig er gert ráð fyrir undanþágum vegna lágra tekna lánþega og ef veðsetningarhlutfall er undir 50%. Talið er að allt að 75% lántakenda gætu fallið undir undanþágurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »