Mannbjörg við Gíbraltarsund

Sjóbjörgunarbáturinn sem sótti manninn í bát Íslendinganna.
Sjóbjörgunarbáturinn sem sótti manninn í bát Íslendinganna. Ljósmynd/ Þórður Axel Ragnarsson

Þrír Íslendingar komu til bjargar manni sem var einn á floti rúmar fjórar sjómílur vestur af Tarifa sem er syðsti oddi Spánar.

Mennirnir þrír, Valgarður Unnar Arnarson, Markús Pétursson skipstjóri og Þórður Axel Ragnarsson, ráku fyrst augun í rekald sem að sögn Þórðar leit út við fyrstu sýn eins og strandleikfang.

„Einni eða tveimur mínútum síðar sjáum við á hitt borðið, appelsínugulan hlut. Þetta hefur verið í um þrjú hundruð metra fjarlægð þannig að við gátum skoðað þetta í kíki. Þetta var ekki mjög greinilegt en Markúsi fannst ástæða til þess að kíkja betur á þetta. Það voru felld segl og sett í gang vél og svo kom í ljós að þarna var maður í björgunarvesti,“ segir Þórður í samtali um björgunina í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að um leið og þá bar að hafi færst líf í manninn sem reyndi að basla í áttina að bátnum.

Þeim tókst að koma manninum um borð og segir Þórður að hann hafi verið mjög þrekaður, aðframkominn og skolfið gríðarlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert