Fékk bætur vegna nafnbirtingar

mbl.is

Ríkislögmaður og lögmaður ungs pilts sömdu fyrr á þessu ári um bætur til piltsins vegna þess að nafn hans, kennitala og heimilisfang voru birt þegar dómur héraðsdóms í sakamáli, sem höfðað var gegn piltinum, var birtur á netinu.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins námu bæturnar einni milljón króna. Héraðsdómur sakfelldi piltinn fyrir kynferðisbrot, og dæmdi hann í 24 mánaða fangelsi, þar af var 21 mánuður skilorðsbundinn. Landsréttur snéri í vor við dómi héraðsdóms og sýknaði piltinn af ákærunni.

Í 4. grein reglna dómstólasýslunnar um birtingu dóma á vefsíðum héraðsdómsstóla segir m.a.: „Í dómum í sakamálum skal gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir, þó ekki um ákærða sé hann sakfelldur. Ef birting á nafni ákærða getur talist andstæð hagsmunum brotaþola eða um er að ræða úrskurð sem gengur undir rekstri máls, þar með talið um frávísun máls, skal nafnleyndar einnig gætt um ákærða. Hið sama á við hafi ákærði ekki verið orðinn 18 ára þegar hann framdi brotið sem hann er sakfelldur fyrir.“ Síðasta ákvæðið átti við um þetta mál, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert