„Þurfum að búa við þetta ástand“

„Við þurfum að búa við þetta ástand eitthvað áfram,“ segir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um umferðarteppuna sem nær frá Ártúnsbrekku og upp í Mosfellsbæ þegar mest lætur.

Auk Borgarlínu er Sundabraut sú einstaka framkvæmd sem gæti gagnast við að létta á umferðinni í Ártúnsbrekku en sú framkvæmd er ekki á dagskrá eins og staðan er í dag þótt Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi lýst yfir vilja til að kosta hana með veggjöldum fyrr í sumar.

Samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar myndi brautin, sem færi þá úr Grafarvogi yfir í Voga þar sem skipafélögin hafa nú aðstöðu, létta á umferðinni í Ártúnsbrekku um 15-20%.

Í myndskeiðinu er rætt við Jónas um ástandið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert