Vongóð eftir samtöl við menntamálaráðherrann

„Fyrstu viðbrögð gera mig vongóða um að við náum að …
„Fyrstu viðbrögð gera mig vongóða um að við náum að endurheimta fleiri handrit,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/​Hari

„Fyrstu viðbrögð gera mig vongóða um að við náum að endurheimta fleiri handrit,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Eins og sagði frá í Morgunblaðinu í gær hefur ráðherra fengið samþykki til að hefja viðræður við Dani um að þeir skili Íslendingum fleiri af þeim íslensku handritum sem enn eru varðveitt í Árnastofnun í Kaupmannahöfn.

Í gær ræddi Lilja sjónarmið Íslendinga við Ane Halsboe-Jørgensen, menntamálaráðherra Dana. Var það samtal upptaktur fyrir fund ráðherranna sem verður í Kaupmannahöfn 17. september nk. Hann munu fyrir Íslands hönd, auk ráðherra, sækja Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

„Hin danska starfssystir mín sagði að við hlytum að geta fundið sameiginlegan flöt og leyst þetta mál. Slíkt væri í samræmi við gott samband sem Íslendingar og Danir hefðu alltaf átt,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert