Ákærðir fyrir amfetamínframleiðslu

mbl.is/Eggert

Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir að framleiða átta og hálft kíló af amfetamíni í Borgarfirði. Tveir mannanna hlutu þunga dóma í Pól­stjörnu­mál­inu svo­kallaða.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Ásamt þremur til viðbótar eru mennirnir einnig ákærðir fyrir stórfellda kannabisrækt í Þykkvabæ.

Ákæra var gefin út í fyrradag. Gerð er krafa um upptöku á ókjörum af tækjum og tólum sem notuð voru við ræktunina og amfetamínframleiðsluna.

mbl.is