Fleiri látast úr Alzheimer en áður

Aldursstöðluð dánartíðni vegna Alzheimers.
Aldursstöðluð dánartíðni vegna Alzheimers.

Á síðasta ári létust 192 hér á landi úr Alzheimer-sjúkdómnum. Þetta er mikil fjölgun, en árið 1996 var sjúkdómurinn dánarorsök tólf manna hér á landi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Hildar Bjarkar Sigurbjörnsdóttur og Jóns Óskars Guðlaugssonar um dánartíðni og dánarmein í Talnabrunni Embættis landlæknis. Hjá konum hækkaði dánartíðni úr Alzheimer úr 6,8 í 60,1 á hverjar 100.000 konur, en hjá körlum úr 3,4 í 43,5 á hverja 100.000 karla. Í umfjölluninni segir að sambærileg hækkun hafi orðið í öðrum löndum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag er bent á að þetta megi að einhverju leyti skýra með breytingum sem hafa orðið á skráningu dauðsfalla og hærri lífaldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert