Styttist í boðsund Marglytta yfir Ermarsund

Marglytturnar eru klárar í sundið.
Marglytturnar eru klárar í sundið.

Það styttist í að sundhópurinn Marglytturnar leggi í boðsund yfir Ermarsundið. Ráðgert er að hefja sundið frá Dover í Englandi 4. september nk. en það fer þó eftir veðri hvenær lagt verður af stað.

Hefur hópurinn tímaramma á sundið til 10. september en áfangastaðurinn er Calais í Frakklandi. Leiðin er um 34 km löng.

Undirbúningur er í fullum gangi. Meðal annars hefur verið gerður samstarfssamningur við Eimskip þess efnis að skipafélagið muni styrkja sundferðina. Munu öll áheit sem safnast renna beint til umhverfissamtakanna Bláa hersins.

Í sundhópnum eru Sigrún Þ. Geirsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir, Birna Bragadóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Sigurlaug María Jónsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir og skipuleggjendur eru Soffía Sigurgeirsdóttir og Gréta Ingþórsdóttir. Landsmenn geta stutt við Marglyttur í AUR-appinu í síma 788-9966 eða lagt inn á reikning 0537-14-640972, kt. 250766-5219.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert