Búið að slökkva eldinn í álverinu

Mikinn reyk leggur frá Álverinu.
Mikinn reyk leggur frá Álverinu. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í álverinu í Straumsvík í kvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út en starfsmenn í álverinu náðu tökum á eldinum. Einn slökkviliðsbíll frá Hafnarfirði er á vettvangi en öðrum starfsstöðvum var snúið við.  

Engin slys urðu á fólki. Tjónið er óverulegt, að sögn Bjarna Más Gylfasonar, upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi. 

Reykurinn var sótsvartur um tíma og lagði beint upp af verksmiðjunni í logninu í kvöld. Margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu varir við reykinn í ljósaskiptunum og fékk mbl.is fjölmargar ábendingar og myndir.  

Fréttin hefur verið uppfærð.

Viðbúnaður var við álverið í Straumsvík í kvöld vegna eldsins.
Viðbúnaður var við álverið í Straumsvík í kvöld vegna eldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mikinn reyk lagði frá Álverinu í Straumsvík í kvöld.
Mikinn reyk lagði frá Álverinu í Straumsvík í kvöld. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert