Matvælaöryggi tryggt í plastleysi

Matvælastofnun gaf nýverið út leiðbeiningar til verslana og neytenda um …
Matvælastofnun gaf nýverið út leiðbeiningar til verslana og neytenda um matvæli afgreidd í ílát viðskiptavina. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni af Plastlausum september vekur Matvælastofnun athygli á sölu á matvörum án umbúða sem leið til að draga úr notkun einnota umbúða. Í því sambandi bendir Matvælastofnun jafnframt á að ef afgreiða á matvæli án umbúða þarf að gera það með þeim hætti að matvælaöryggi sé tryggt. Stofnunin gaf nýverið út leiðbeiningar til verslana og neytenda um matvæli afgreidd í ílát viðskiptavina

„Mikil vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að draga úr plastnotkun, ekki síst hvað varðar umbúðaplast. Hægt er að draga úr notkun einnota umbúða m.a. með sölu á matvörum án umbúða og með því að neytendur komi með eigin ílát í verslun undir þau matvæli sem ekki eru þegar innpökkuð,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. 

Í leiðbeiningunum eru tekin saman helstu atriði sem verslanir þurfa að huga að. Hver verslun skoðar aðstæður hjá sér, metur hvort hætta geti skapast fyrir þær vörur sem í boði eru. Áður en farið er að bjóða uppá að afgreiða matvæli í ílát viðskiptavina þarf að koma upp verklagi í versluninni sem lágmarkar eða útilokar hugsanlega hættu.

Þá eru neytendum, sem vilja leggja sitt af mörkum við að draga úr notkun einnota umbúða, gefin nokkur góð ráð, en þeir bera ábyrgð á öryggi þeirra íláta sem þeir taka með í verslanir.

Árveknisátakið Plastlaus september hófst í gær. Tilgangurinn er að vekja …
Árveknisátakið Plastlaus september hófst í gær. Tilgangurinn er að vekja til umhugsunar um plastnotkun og -úrgang. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert