„Við ráðum sjálf okkar eigin málum“

„Við ráðum sjálf okkar eigin málum á orkusviðinu,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður um óánægju sumra sjálfstæðismanna með samþykkt á þriðja orkupakkanum. Verkefni flokksforystunnar sé nú að fá fólk til að skilja grundvallaratriði málsins. 

Margt hafi verið sagt í umræðum um þriðja orkupakkann, bæði inni á þingi en einnig í almennri umræðu, sem sé efnislega óskylt orkupakka þrjú og ekki síður því hvað EES-samstarfið færi þjóðinni. 

Í myndskeiðinu er rætt við Bjarna skömmu eftir að atkvæðagreiðslu um málið lauk á þinginu í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina