Alls bárust 155 erindi frá börnum

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna. mbl.is/​Hari

Umboðsmanni barna bárust í fyrra alls 1.419 erindi. Af þeim voru 628 munnleg og 791 skriflegt. Er þetta meðal þess sem fram kemur í nýbirtri ársskýrslu embættisins.

Athygli vekur að af erindunum 1.419 voru alls 155 frá börnum. Flest þessara erinda bárust embættinu með tölvupósti eða í gegnum heimasíðu embættisins. Ekki er gerð krafa um að börn gefi upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Erindin eru af ýmsum toga. Sum þeirra snúa að símanotkun ungmenna. „Mega foreldrar tala við börnin sín með ógnandi rödd? Mamma mín vill setja eitthvað app í símann minn svo hún geti stjórnað frá sínum síma hvenær ég má vera í símanum. Ég er ekki oft í símanum því ég hef ekki mikinn tíma til þess. Þannig ég spyr má hún gera þa?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert