Enn leynast olíuleifar í El Grillo

El Grillo var sökkt innarlega í Seyðisfirði. Olíumengun hefur borist …
El Grillo var sökkt innarlega í Seyðisfirði. Olíumengun hefur borist frá flakinu og þykir heimamönnum hún heldur hafa aukist í seinni tíð. mbl.is/Bogi Þór Arason

Bæjarráð Seyðisfjarðar átti nýlega símafund með Arnoddi Erlendssyni kafara um olíuskipið El Grillo. Enn gætir olíumengunar frá flakinu.

Arnoddur var í teyminu sem dældi olíu úr El Grillo árið 2001. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að boruð hefðu verið göt efst í olíutankana og þeirri olíu sem náðist verið dælt upp. Þverbönd eru undir dekkinu og sagði Arnoddur að enn sæti olía á milli þverbanda þar sem ekki voru boruð tæmingargöt. Hann sagði að ákveðið hefði verið á sínum tíma að olíutæma ekki á milli allra þverbandanna. Arnoddur nefndi að hálftómir tankar skipsins hefðu getað sprungið og lagst saman vegna þrýstings þegar skipið sökk og olían úr þeim skriðið með þiljum út um allt skipið.

„Þetta er svartolía og hún þykknar í kulda og lekur hægt út um lítil göt. Ef hlýnar lekur hún frekar,“ segir Arnoddur í umfjöllun um mengunina frá El Grillo í Mmorgunblaðinu í dag. Hann telur alveg framkvæmanlegt að olíutæma flakið til fulls, en það sé heilmikil aðgerð sem kosti bæði tíma og peninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »