Hinsegin fánar í Guðrúnartúni

Hinsegin fánar við höfuðstöðvar Advania.
Hinsegin fánar við höfuðstöðvar Advania. Ljósmynd/Aðsend

„Við fundum bara hjá okkur þörf til að fagna fjölbreytileikanum í dag og vildum sýna það með því að flagga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Fánum fyrirtækisins var skipt út fyrir hinseginfána við höfuðstöðvarnar í Guðrúnartúni í morgun.

Ægir Már vill ekki tjá sig sérstaklega um hvers vegna dagurinn í dag var valinn, en hægt er að geta sér til um að heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í Höfða síðar í dag sé tilefnið.

Efling stéttarfélag hefur einnig dregið hinseginfána að húni við sínar höfuðstöðvar í Guðrúnartúni.

Fjöldi félagasamtaka, þar á meðal Samtökin '78, hafa boðað til …
Fjöldi félagasamtaka, þar á meðal Samtökin '78, hafa boðað til mótmæla vegna heimsóknar Pence. Ljósmynd/Efling

Fjöldi félagasamtaka, þar á meðal Samtökin '78, hafa boðað til mótmæla vegna heimsóknar Pence, en hann er umdeildur vegna skoðana sinna, svo sem á friðar- og af­vopn­un­ar­mál­um, kven­frels­is­mál­um, mál­efn­um hinseg­in­fólks, á sviði um­hverf­is­vernd­ar og fram­komu við flótta­fólk.


 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is