Hjálpar í samskiptum ríkjanna

Á ferðinni. Mike Pence fundaði með forsætisráðherra Írlands í gærdag.
Á ferðinni. Mike Pence fundaði með forsætisráðherra Írlands í gærdag. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands í dag. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er vegna komu varaforsetans og hafa herflutningavélar og þyrlur sést á sveimi í Keflavík og víðar undanfarna daga.

Sérsmíðuð og brynvarin ökutæki hafa verið flutt til landsins til að aka Pence og hans fylgdarliði á milli staða og fyllsta öryggis verður gætt. Talið er að um 280 manns verði í fylgdarliði varaforsetans, þar með taldir hermenn og útsendarar US Secret Service. Á annað hundrað íslenskir löggæslumenn verða til taks. Mikið verður um götulokanir í Reykjavík í dag vegna ferða Pence.

Dagskrá heimsóknarinnar lá ekki fyrir í gær að öðru leyti en að Pence muni sækja málþing um viðskipti milli ríkjanna tveggja auk funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, sem líklegt er talið að verði í Höfða, og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Keflavík í kvöld.

Ræða varnarmál og viðskipti

„Það er mjög ánægjulegt að varaforseti Bandaríkjanna heimsæki Ísland,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisherra í umfjöllun um komu Pence í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að viðskiptaþing sem hann og Mike Pence muni sækja ásamt bandarískum og íslenskum kaupsýslumönnum hafi verið í undirbúningi að undanförnu. Á fundi hans og Mike Pompeo, utanríkisáðherra Bandaríkjanna, snemma árs hafi þeir ákveðið að fara í efnahagssamráð og embættismenn frá löndunum tveimur hafi síðan hist í júní og haldið undirbúningi áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert