Mikill viðbúnaður við Höfða

Þyrla Landhelgisgæslunnar sést hér á flugi yfir Borgartúni við Höfða.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sést hér á flugi yfir Borgartúni við Höfða. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill viðbúnaður er við Höfða í Reykjavík hvar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Karen Pence verða í dag áður en þau halda af landi brott í kvöld.

Viðbúnaður við Höfða vegna komu Mike Pence.
Viðbúnaður við Höfða vegna komu Mike Pence. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi lögreglumanna er á staðnum, þar á meðal frá sérsveit embættis Ríkislögreglustjóra, auk bandarískra leyniþjónustumanna sem fylgja varaforsetahjónunum.

Meðal annars eru vopnaðir sérsveitarmenn staðsettir á nærliggjandi húsum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þá sveimar þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðinu í kringum Höfða.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is