Vill kanna möguleika á fríverslunarsamningi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna fluttu …
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna fluttu ávörp áður en viðskiptaþing hófstí hliðarsaln­um í Höfða. Lyk­ilfólk úr ís­lensku og bandarísku viðskipta­lífi situr málþingið. mbl.is/Hari

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hóf viðskiptaþing íslensks og bandarísks viðskiptafólks með því að bjóða Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, velkominn til landsins. „Þetta er sögulegur viðburður,“ sagði Guðlaugur Þór.

„Samband okkar á sér djúpar rætur, við höldum í heiðri sömu gildi; virðingu, frelsi, mannréttindi, lýðræði og frjálsan markað,“ sagði Guðlaugur Þór. 

Guðlaugur sagði Íslendinga kunna að meta bandarískar vörur og að bandarískir ferðamenn væru fjölmennir hér á landi. Sagðist hann vilja halda áfram að byggja á traustum grunni sambandsins og styrkja viðskiptasambandið enn frekar, til að mynda með því að kanna nánar möguleika á fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. 

mbl.is/​Hari

Pence tók undir ávarp Guðlaugs og þakkaði enn og aftur fyrir hlýjar móttökur. Hann þakkaði traust viðskiptasamband og ekki síst traust öryggissamband og sagði rík tengsl þar á milli. Þá óskaði hann Íslendingum til hamingju með góðar horfur í efnahagsmálum og sagði að velgengnina hér mætti að einhverju leyti tengja við þann góðan árangur sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði náð í embætti sínu sem forseti.

Þá vakti hann athygli á nauðsyn þess að styrkja öryggissamband Íslands og Bandaríkjanna enn frekar í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert