Fyllsta öryggis gætt í kjallara stjórnarráðsins

Nýrri viðbyggingu við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu verður skipt upp í mismunandi öryggissvæði og verður hæsta stig öryggis í sérstöku fundarherbergi fyrir þjóðaröryggisráð sem verður í kjallara hússins. Fundarherbergið verður gluggalaust og með öruggri tengingu við flóttaleið, að því er fram í kemur í samkeppnislýsingu vegna byggingarinnar.

„Lóð og umhverfi nýbyggingar þarf að útfæra þannig að sem minnst hætta sé á að bílar og farartæki geti keyrt inn á lóðina og á byggingar. Æskilegt er að bygging sé eins langt frá almennri umferð og hægt er til að tryggja öryggissvæði fyrir framan byggingar. Möguleiki þarf að vera á að loka innkeyrslu í bílgeymslu með öruggum hætti (ákeyrsluvörn) sem næst götu,“ segir í samkeppnislýsingunni en ítarlega er fjallað um framkvæmdirnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert