Gagnrýna víðtæka friðlýsingu á Kili

Gýgjarfoss í Jökulfalli, á leiðinni inn í Kerlingarfjöll. Sjálfstæðar myndir
Gýgjarfoss í Jökulfalli, á leiðinni inn í Kerlingarfjöll. Sjálfstæðar myndir mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir óánægju með það að allt vatnasvið tveggja virkjanakosta á Kili verði friðlýst en ekki aðeins hinir eiginlegu virkjanakostir.

Telur sveitarstjórn að tillögur Umhverfisstofnunar séu byggðar á veikum lagalegum grunni og skorar á stofnunina að taka málið upp að nýju.

Gert er ráð fyrir því að þeir virkjanakostir sem settir eru í verndarflokk rammaáætlunar verði friðlýstir. Þannig voru tveir virkjanakostir í Jökulfalli og Hvítá flokkaðir, það er að segja Gýgjarfossvirkjun og Bláfellsvirkjun. Umhverfisstofnun lagði til við umhverfisráðherra að allt vatnasvið þessara vatnsfalla yrði friðlýst. Þar er um að ræða allt svæðið á milli Langjökuls og Hofsjökuls frá vatnaskilum rétt fyrir sunnan Hveravelli og suður að miðju Bláfelli. Tillagan þannig útfærð liggur á borði umhverfisráðherra.

Svæðið tilheyrir Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi. Báðar sveitarstjórnir gerðu athugasemdir við undirbúning málsins en ekki var á þær hlustað. Sérstaklega gerðu sveitarstjórnirnar athugasemdir við lagalegan grundvöll friðlýsingarinnar. Bentu á að í náttúruverndarlögum væri ekki fjallað um friðlýsingu heilla vatnasviða með vísan til rammaáætlunar heldur svæða sem falla í verndarflokk. Því væri túlkun Umhverfisstofnunar of víðtæk og ætti sér ekki lagastoð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert