Talar vel inn í lífskjarasamninginn

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson. mbl.is/​Hari

„Þetta byggist á bjartsýni í hagvaxtaforsendum, en skattalækkun sem metin er samkvæmt kynningu á 21 milljarð króna er auðvitað fagnaðarefni og talar mjög vel inn í lífskjarasamningana,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og bætir við að skattalækkanir séu „súrefni inn í heimilisbókhald landsmanna nú þegar aðeins hægir á í hagkerfinu“.

Halldór Benjamín segir afar ánægjulegt að sjá þá miklu breytingu sem orðið hafi á skuldastöðu ríkissjóðs frá hruni. Líkir hann breytingunni við kraftaverk. „Skuldastaða ríkissjóðs er mjög hagfelld um þessar mundir, sem gefur ríkissjóði rými til að bregðast við ef þær forsendur sem eru undirliggjandi við fjárlagagerðina gefa eftir,“ segir hann.

Spurður hvort hann taki undir þá skoðun ASÍ að þörf sé á hátekjuskatti kveður hann nei við. „Allur alþjóðlegur samanburður innan OECD sýnir að Ísland er háskattaríki í öllum skilningi þess orðs. Það er því frekar færi á að létta á álögum á einstaklinga og fyrirtæki í stað þess að bæta enn frekar í.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert