Sigríður nýr formaður utanríkismálanefndar

Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í vor.
Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í kvöld að leggja til að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, taki við embætti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is.

Þingflokkurinn kom saman í kvöld, fyrst og fremst til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu sem losnuðu þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, kemur í stað Áslaugar Örnu sem varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is