Fallist á að taka Landsréttarmálið fyrir

mbl.is/Hjörtur

Tekin hefur verið ákvörðun um það af yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu að taka fyrir Landsréttarmálið sem fjallar um það hvernig staðið var að skipun fjögurra dómara við Landsrétt. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður staðfestir þetta í samtali við mbl.is en honum var tilkynnt þetta fyrr í dag.

Vilhjálmur höfðaði málið fyrir Mannréttindadómstólnum fyrir hönd skjólstæðings síns en einn dómaranna fjögurra dæmdi í máli gegn honum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið rétt staðið að skipun dómaranna. Vilhjálmur segir ákvörðunin ekki hafa komið sér á óvart. Hann hafi frekar reiknað með henni.

„Þessi ákvörðun hefur verið tekin og hún er ekki rökstudd sérstaklega. Ég er einfaldlega upplýstur um það að ég verði á næstunni upplýstur um framhaldið. Það er bara staðan. Mér fannst alltaf líklegra en hitt að það yrði fallist á þessa málskotsbeiðni,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina