Fjármögnun fjölmiðlafrumvarpsins liggur nú fyrir

Stuðningur við einkarekna fjölmiðla verður aukinn 2020.
Stuðningur við einkarekna fjölmiðla verður aukinn 2020.

„Við erum núna komin með fjölmiðlafrumvarpið fjármagnað. Það er auðvitað mjög jákvætt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020 sem kynnt var á föstudagsmorgun.

Samkvæmt frumvarpinu eru heildargjöld vegna fjölmiðlunar árið 2020 áætluð 5.315 milljarðar króna, aukast um 588,7 milljónir á föstu verðlagi fjárlaga 2019. Er meðal annars gert ráð fyrir 400 milljóna útgjaldasvigrúmi innan ramma málefnasviðsins til stuðnings við einkarekna fjölmiðla.

Eins og víða hefur verið greint frá lagði Lilja fram frumvarp um breytingar á lögum um fjölmiðla í vor þar sem lagt er til að fjölmiðlar fái 25% af launakostnaði við rekstur ritstjórnar endurgreiddan úr ríkissjóði, en að sú endurgreiðsla muni aldrei nema meiru en 50 milljónum. Til viðbótar verður 5,15% endurgreiðsla einnig í boði, sem mun ekki hafa neitt þak.

Spurð hvort útgjaldaaukningin sem lögð er til í hinu nýja fjárlagafrumvarpi sé í samræmi við óskir hennar vegna fjölmiðlafrumvarpsins kveður Lilja já við og segir: „Þetta er í samræmi við mínar óskir og ég er vongóð um að við náum sátt um þetta og næstu skref sem við þurfum að taka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »