Deilireiðhjól nú aðgengileg á 41 stað í Reykjavík

Eyþór, Kormákur og Pétur eru allir á því að reiðhjól …
Eyþór, Kormákur og Pétur eru allir á því að reiðhjól séu framtíðin í samgöngum í borginni og ætla sjálfir að nýta sér þjónustu deilihjólaleigunnar, sem mun bjóða upp á hjól á 41 stað í höfuðborginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Deilihjólaleigan Framúrskarandi deilihjólaleigan verður formlega opnuð í dag, en hún mun veita einstaklingum tímabundinn aðgang í gegnum snjallsímaforrit að reiðhjóli fyrir ferðir sínar innan borgarmarkanna.

Deilihjólaleigan býður upp á 100 hjól á 41 hjólastandi í í Reykjavík: í Vesturbænum og póstnúmerunum 101, 102 og 105 Reykjavík.

Fulltrúar deilihjólaleigunnar sigruðu í samkeppni borgarinnar í sumar um rekstur deilihjólaleigu á höfuðborgarsvæðinu og verður starfsemin rekin með stuðningi frá borginni. Á deilihjólaleigan að styðja markmið Reykjavíkurborgar um vistvænar samgöngur.

„Markmið okkar er að auka örsamgöngur í Reykjavík. Við sjáum fyrir okkur að lausnir eins og reiðhjól og rafmagnshlaupahjól verði framtíðin í almenningssamgöngum. Svolítið eins og er nú þegar farið að gerast í öðrum stórborgum. Við viljum vera forsprakkar í innleiðingu þess kerfis í Reykjavík,“ segir Eyþór Máni Stefánsson, 21 árs gamall framkvæmdastjóri Framúrskarandi deilihjólaleigunnar, í umfjöllun um þjónustu þessa í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert