Leifar Dorian fara yfir Ísland

Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Leifar fellibylsins Dorian ganga yfir landið í dag. Dorian er þó orðin svo veikur að hann minnir meira á hefðbundna septemberlægð en leifar fellibyls að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.

Vaxandi austanátt verður á landinu í dag, víða 8-13 m/s en 13-18 m/s við suðurströndina fram yfir hádegi. Rigning verður á sunnanverðu landinu og einnig norðan heiða síðdegis.

Áttin breytist síðan í kvöld er það snýst yfir í norðlægari vind og verður hann einnig yfir landinu á morgun, 5-13 m/s og rigning með köflum fyrir norðan en lengst af þurrt syðra. Hiti verður á bilinu 6-14 stig, mildast suðaustantil.

Síðan taka við suðvestlægar áttir fram að helgi með skúrum um mestallt land. Á laugardag er síðan von á næstu lægð og ætlar hún að verða í blautari kantinum eins og staðan er núna.

Veðrið á mbl.is

mbl.is