Netsvik á annan milljarð

Greiðslukortasvindl er hluti af málunum.
Greiðslukortasvindl er hluti af málunum. mbl.is/Golli

Íslendingar hafa sennilega tapað meira en einum milljarði króna í netsvikamálum á síðustu tólf mánuðum, að mati G. Jökuls Gíslasonar, rannsóknarlögreglumanns hjá LRH.

Hann sagði að mörg aðskilin mál væru að baki heildarupphæðinni, flest lítil en í einstaka málum væri um háar fjárhæðir að ræða.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að erlendum tölvuþrjótum hefði tekist að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út á fjórða hundrað milljóna króna. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, vildi ekki staðfesta þá upphæð í samtali við mbl.is. Hann sagði starfsfólk HS Orku komst að innbrotinu fyrir nokkru og lögreglan var strax látin vita.

Jökull sagði algenga svindlleið að senda tölvupósta með fjárkröfum af einhverju tagi. Póstarnir eru flokkaðir í lágstig og hástig. Á lágstigi berst einföld beiðni um greiðslu en á hástigi hafa svikahrapparnir komist inn í tölvukerfi fyrirtækis og búa til trúverðuga reikninga og allar færslur á bak við þá. „En það er ekki nóg að komast inn í tölvu, það þarf alltaf einhver í fyrirtækinu að gefa greiðslufyrirmæli,“ sagði Jökull.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert