Biðlistinn væri býsna langur

Sjálfboðaliðahópur meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og erlendra nema sem …
Sjálfboðaliðahópur meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og erlendra nema sem voru hér í sumarskóla. Færri komast að en vilja. Ljósmynd/HG

Vegna takmarkaðs magns af birkiplöntum hafa færri komist að en hafa viljað til að gróðursetja plöntur í Þorláksskógi á Hafnarsandi í grennd við Þorlákshöfn.

Hrönn Guðmundsdóttir er formaður verkefnastjórnar Þorláksskóga og segir hún að mikill áhugi sé á verkefninu, en því miður hafi þurft að hafna áhugasömum sem hafi viljað gróðursetja til að kolefnisjafna sig eða stíga nokkur græn skref. „Ef ég hefði skráð hópa á biðlista væri hann trúlega býsna langur,“ segir Hrönn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í ár hafði verkefnið 40 þúsund birkiplöntur til gróðursetningar, 20 þúsund í vor og annað eins í haust, auk víðis- og aspargræðlinga. Á næsta ári gæti plöntufjöldinn nálgast 100 þúsund og tegundum fjölgað. Það er þó aðeins sýnishorn af því sem á eftir að gerast á sandinum á næstu tveimur áratugum. Þá er áætlað að um fimm milljónir plantna verði komnar í jörð á tæplega fimm þúsund hektara svæði. Stór hluti svæðisins verður birkiskógur, en einnig fleiri tegundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »