Hreinsun hefst við Elliðavatn

Niðurnídd hús rifin við Elliðavatn.
Niðurnídd hús rifin við Elliðavatn. mbl.is/​Hari

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Kópavogs hafa hafist handa við að rífa niðurnídd hús við Elliðavatn. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að byrjað verði á þeim 12 húsum sem verst eru farin.

„Við munum reyna að hreinsa upp allt svæðið þannig að þar verði ekki glerbrot eða aðstæður sem geta valdið skaða. Það er meginmarkmið okkar að svæðið skapi ekki almannahættu,“ segir Hörður.

Um er að ræða niðurnídd sumarhús skammt frá Vatnsendahverfi. Svæðið er í eigu dánarbús athafnamannsins Þorsteins Hjaltested, landeiganda á Vatnsenda, sem lést í desember í fyrra.

Brotnar rúður og brunninn bíll

Í umræddum sumarhúsum eru brotnar rúður og í nágrenni þeirra ónýt húsgögn og brunninn bíll, svo eitthvað sé nefnt. Húsin standa á einkalandi og segir Hörður að heimild sé fyrir því að láta eiganda standa fyrir kostnaði á hreinsuninni. „Það er í sjálfu sér ekki tímabært að ræða það. Við eigum eftir að sjá kostnaðinn. Kópavogsbær var búinn að bjóðast til þess að sjá um þessa hreinsun þannig að þetta er nú aðeins snúnara mál en svo,“ segir Hörður.

Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogs láta rífa niðurnídd sumarhús við Elliðavatn …
Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogs láta rífa niðurnídd sumarhús við Elliðavatn skammt frá Vatnsendasvæði. mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »