Með eggvopn og hótaði íbúum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í hverfi 111 um eittleytið í nótt vegna manns í annarlegu ástandi sem hótaði öðrum íbúum. Var maðurinn sagður vera með eggvopn.

Lögregla handtók manninn skömmu síðar og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þá voru tilkynnt slagsmál í Austurstræti um tíuleytið í gærkvöldi. Er lögregla kom á vettvang var árásarmaðurinn á bak og burt og vildi sá sem fyrir árásinni varð enga aðstoð þiggja og lítið tjá sig um hvað hefði gerst.

mbl.is