Ríkisendurskoðun gerir úttekt á ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri fagnar ákvörðun Ríkisendurskoðanda um að verða við beiðni embættisins …
Ríkislögreglustjóri fagnar ákvörðun Ríkisendurskoðanda um að verða við beiðni embættisins um stjórnsýsluúttekt. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra, sem fagnar ákvörðuninni, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. 

Einnig er því fagnað að fyrirhuguð úttekt nái til embættisins í heild sinni, einkum í ljósi þeirra fjölmörgu og umfangsmiklu verkefna sem hafa verið færð til embættisins á síðustu árum,“ segir í tilkynningu ríkislögreglustjóra. 

Fjöl­mörg lög­reglu­embætti í land­inu hafa lýst yfir stuðningi við stjórn Lands­sam­bands lög­reglu­manna (LL). Þau lýsa yfir ánægju með þrýst­ing lög­reglu­stjóra lands­ins á að al­hliða stjórn­sýslu­út­tekt fari fram á embætti rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Einnig hefur verið ákveðið að leggja niður Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra í kjölfar þess að athugasemdir voru gerðir við rekstur hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert