Þorstanum svalað í Svarfaðardal

Athöfn, frá vinstri: Jón Aðalsteinn Baldursson, fv. Hólabiskup, Magnús H. …
Athöfn, frá vinstri: Jón Aðalsteinn Baldursson, fv. Hólabiskup, Magnús H. Gunnarsson, prestur á Dalvík, Jürgen Janin, prestur kaþólskra á Akureyri, og Bjarni Óskarsson á Völlum. Ljósmynd/ Anthony Servonet,

Steinn til minningar um Guðmund góða Arason, biskup á Hólum (f. 1161, d. 1237), var vígður á dögunum við hátíðlega afhöfn á hlaðinu á kirkjustaðnum Völlum í Svarfaðardal. Þar var Guðmundur prestur á árunum 1190-1197.

Jón Aðalsteinn Baldvinsson, fyrrverandi vígslubiskup á Hólum, annaðist vígsluna en viðstaddir voru meðal annarra séra Magnús H. Gunnarsson, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli, og Jürgen Janin, prestur kaþólskra á Akureyri.

Í Morgunblaðinu í dag segir að minningarsteinninn hafi upprunalega verið 13 tonna bjarg úr grjótnámu norðan við bæinn Fagraskóg á Galmaströnd í Eyjafirði sem Helgi Gíslason myndhöggvari breytti í vatnsskúlptúrverk á Vallahlaði. Nú rennur þar vatn sem fólki er velkomið að drekka af sér til heilsubótar eða einfaldlega til að svala þorstanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »